Ein besta mynd ársins

„Ég bað þau bara að koma út í mynda­töku þegar þau voru ný­kom­in af sviði. Þau fóru svo bara að fækka föt­um og kela. Það var ekk­ert umbeðið og ég þurfti að vera dá­lítið fljót­ur til að ná því, ég var ekki einu sinni kom­inn upp með mynda­vél­ina þegar þau byrjuðu.“

Þannig lýs­ir ljós­mynd­ar­inn Leó Stef­áns­son mynd sem hann tók, og hef­ur verið val­in ein af bestu mynd­um árs­ins á hinum virta banda­ríska tón­list­ar­vef Pitch­fork Media. Mynd­ina tók Leó af kanadísku hljóm­sveit­inni Hand­some Furs þegar hún spilaði á tón­list­ar­hátíðinni Ice­land Airwaves í októ­ber, en mynd­in var tek­in í porti við skemmti­staðinn Nasa.

„Ég hef verið að vinna fyr­ir Pitch­fork af og til und­an­far­in ár, ef það vant­ar eitt­hvað á Íslandi. Ég hef til dæm­is verið að mynda á Airwaves, en líka ein­staka tón­leika, til dæm­is tón­leika Bjark­ar og Su­fjan Stevens,“ seg­ir Leó sem átti einnig mynd á sama lista á síðasta ári, en sú mynd var af banda­rísku hljóm­sveit­inni Of Montreal og var líka tek­in á Airwaves.

Aðspurður seg­ir Leó það mik­inn heiður að fá mynd á lista sem þenn­an, og það veki líka tölu­verða at­hygli á sér. „Það er gott að safna í CV-ið, og svo er þetta líka bara rosa­lega góð viður­kenn­ing.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér finnast þeir sem að ráða atburðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason