Ein besta mynd ársins

„Ég bað þau bara að koma út í myndatöku þegar þau voru nýkomin af sviði. Þau fóru svo bara að fækka fötum og kela. Það var ekkert umbeðið og ég þurfti að vera dálítið fljótur til að ná því, ég var ekki einu sinni kominn upp með myndavélina þegar þau byrjuðu.“

Þannig lýsir ljósmyndarinn Leó Stefánsson mynd sem hann tók, og hefur verið valin ein af bestu myndum ársins á hinum virta bandaríska tónlistarvef Pitchfork Media. Myndina tók Leó af kanadísku hljómsveitinni Handsome Furs þegar hún spilaði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október, en myndin var tekin í porti við skemmtistaðinn Nasa.

„Ég hef verið að vinna fyrir Pitchfork af og til undanfarin ár, ef það vantar eitthvað á Íslandi. Ég hef til dæmis verið að mynda á Airwaves, en líka einstaka tónleika, til dæmis tónleika Bjarkar og Sufjan Stevens,“ segir Leó sem átti einnig mynd á sama lista á síðasta ári, en sú mynd var af bandarísku hljómsveitinni Of Montreal og var líka tekin á Airwaves.

Aðspurður segir Leó það mikinn heiður að fá mynd á lista sem þennan, og það veki líka töluverða athygli á sér. „Það er gott að safna í CV-ið, og svo er þetta líka bara rosalega góð viðurkenning.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar