Jakob Frímann leitar sátta

Jakob Frímann Magnússon
Jakob Frímann Magnússon

Tónlistarmaður sem Morgunblaðið ræddi við lýsti þeirri deilu sem nú er komin upp innan tónlistargeirans við átök milli Davíðs og Golíats. Ungu tónlistarmennirnir (og útgefendur þeirra) sem oft eru sagðir vera á jaðrinum upplifa Íslensku tónlistarverðlaunin (ÍTV) sem markaðshátíð stóru útgefendanna en hinir „eldri“, með Jakob Frímann Magnússon í fararbroddi, eiga erfitt með að skilja þetta uppþot og afgreiða það sem ódýrt markaðsbragð til að koma sér í fjölmiðla.

Upphaf málsins má rekja til fréttar sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag þar sem akureyrska útgáfufyrirtækið Kimi Records lýsti því yfir að útgáfan myndi ekki leggja fram plötur til þátttöku á ÍTV vegna óánægju með þátttökugjald. Gjaldið mun vera um tíu þúsund krónur fyrir hverja plötu auk þess sem útgáfunni er gert að senda inn átta eintök af plötunni. Kimi sagði þetta vera töluverðan kostnað fyrir lítið útgáfufyrirtæki sem erfitt væri að standa straum af í árferði eins og nú er. Auk þess stríddi það gegn grundvallargildum fyrirtækisins að þeir tónlistarmenn væru aðeins gjaldgengir til verðlaunanna sem tækju þátt í ákveðnu umsóknarferli og reiddu af hendi þátttökugjald.

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og úgefandi, sá sig knúinn til að svara ummælum Kimi Records með aðsendri grein í Morgunblaðinu á laugardag þar sem hann hallmælir fyrirtækinu fyrir ákvörðun sína og segir hana vera tilraun til að vekja athygli á útgáfunni með að veita kollegum sínum „jaðar-löðrung“. Þeir tónlistarmenn og útgefendur sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að grein Jakobs Frímanns hefði verið alltof harðorð og sums staðar ómálefnaleg eins og skilja mátti af svargrein Þórunnar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Kraums – tónlistarsjóðs, en Jakob lét að því liggja í greininni að óeðlilegt samband væri á milli Kimi Records og Kraums því Kimi deildi skrifstofu með sjóðnum. Þessu neitaði Þórunn í svargreininni; Kimi hefði aldrei deilt skrifstofu með sjóðnum og það væri í hæsta máta ósmekklegt af Jakobi að halda slíku fram.

Vitað er að Jakob sendi á föstudaginn nokkrum hlutaðeigandi aðilum að ÍTV greinina um leið og hún var send inn til Morgunblaðsins. Munu einhverjir hafa kvatt hann til að tóna greinina niður eða draga hana til baka og það reyndi Jakob seint um kvöldið en þá var blaðið komið í prentun.

Deilan tók svo á sig enn aðra mynd þegar Gylfi Blöndal tónlistarmaður, sem ekki er tengdur Kimi á nokkurn hátt, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær og bar yfirskriftina „Fyrir hvern starfar þú, JFM?“. Þar segir Gylfi m.a.: „Jakob Frímann hefur sem formaður Samtóns ráðist gróflega á einn lítinn útgefanda sem undir þau samtök heyrir. En í leiðinni ræðst hann á stóran hóp listamanna sem að baki þessari ákvörðun standa.“ Af greininni mátti skilja Gylfa svo að Jakob væri ekki að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna eins og honum bæri að gera annars vegar sem formaður Samtóns (samtök rétthafa íslenskrar tónlistar) og hins vegar sem formaður STEFs (samtök tónskálda og eigenda flutningsrétta). Endaði Gylfi sína grein á þessum orðum: „Störf [Jakobs] eru um þessar mundir undir smásjá fjölda tónlistarmanna sem lýst hafa vanþóknun á störfum hans. Það væri því ósk mín að hann beitti sér fyrir því að sameina sjónarmið allra tónlistarmanna [...] öllum til hags. Að öðrum kosti er honum ekki sætt áfram í neinum af þeim embættum sem hann gegnir.“

Jakob Frímann ritar aðra grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann leitast við að lægja ófriðaröldurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar