Aniston á Evuklæðum

Jennifer Aniston á forsíðu GQ.
Jennifer Aniston á forsíðu GQ. AP

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston situr fyrir á Evuklæðum á forsíðu janúartölublaðs tímaritsins GQ. Hún er reyndar með bindi, svo fyllstu sanngirni sé gætt.

Aniston, sem er 39 ára, þykir líta afar vel út, en á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni „Er þetta bara eitthvað í okkur eða er Jennifer Aniston að verða kynþokkafyllri?“

Í tímaritinu gerir Aniston stólpagrín að því hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um hana, fyrrum eiginmann sinn, leikarann Brad Pitt, og núverandi sambýliskonu hans, Angelinu Jolie. „Það fyndna við þetta, og það sem fólk virðist ekki átta sig á, er að við förum öll saman til Hampton um helgar.“

Hún tekur hins vegar fram að hún sé að grínast. „En getið þið rétt ímyndað ykkur? Þetta yrði bráðfyndið. Ég héldi á Zahara og Knox..."

Spurð út í ummæli sem Jolie lét falla um það hvernig hún varð ástfangin af Pitt við upptökur á kvikmyndinni Mr. & Mrs. Smithsegir Aniston: „Engir rýtingar í gegnum hjartað. Ég hlæ. Kemur þetta mér á óvart? ... Miðað við það hvaðan heimildirnar koma, þá kemur mér ekkert á óvart.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar