„Get allt sem mér er fengið í hendur"

París Hilton segir persónuleikann aðaladráttarafl sitt
París Hilton segir persónuleikann aðaladráttarafl sitt AP

Paris Hilton segist vera lifandi sönnun þess að ljóskur séu ekki heimskar. Hilton skaust á sínum tíma upp á stjörnuhimininn með raunveruleikaþætti sínum 'The Simple Life' þar sem hún kom sérlega einfeldningslega fyrir. Hún staðhæfir nú að einungis hafi verið um látalæti að ræða. 

„Ég er mjög gáfuð. Ég get gert allt það sem mér er fengið í hendur. Ég hef gefið úr ilmvatn og vil eignast mín eigin hótelkeðju. Ég er lifandi sönnun þess að ljóskur séu ekki heimskar,” segir stúlkan sem er einn af erfingjum Hilton-hótelkeðjunnar. Þá segist hún vita fyrir víst að karlmenn laðist að henni vegna persónuleika hennar en ekki útlits hennar eða auðs.

Og beðin um að gefa fólki ráð um það hvernig það eigi að takast á við fjármálakreppuna segir hún: „Klæðið ykkur í glaða liti.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar