Heath Ledger, sem lést í janúar, er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í aukahlutverki í The Dark Knight. Þakkar faðir leikarans, Kim Ledger, fyrir hönd fjölskyldunnar Samtökum erlendra fréttamanna í Hollywood, sem standa að verðlaununum, fyrir tilnefninguna. Segir í yfirlýsingu frá Kim Ledger að tilnefningin skipti fjölskylduna miklu og þau séu stolt af starfi hans og að hans sé minnst á þennan hátt. Golden Globe verðlaunin verða afhent þann 11. janúar næstkomandi.
Aðrir sem eru tilnefndir í flokki aukaleikara eru: Tom Cruise og Robert Downey Jr. fyrir leik sinn í kvikmyndinni Tropic Thunder, Philip Seymour Hoffman fyrir Doubt og Ralph Fiennes fyrir leik í kvikmyndinni The Duchess.
Besta dramamyndin:
The Curious Case of Benjamin Button
Frost/Nixon
The Reader
Revolutionary Road
Slumdog Millionaire
Besta söngleika eða gamanmyndin:
Burn After Reading
In Bruges
Happy-Go-Lucky
Mamma Mia
Vicky Cristina Barcelona
Besti leikstjórinn:
Danny Boyle - Slumdog Millionaire
Steven Daldry - The Reader
David Fincher - The Curious Case of Benjamin Button
Ron Howard - Frost/Nixon
Sam Mendes - Revolutionary Road
Besti leikarinn (Drama):
Leonardo DiCaprio - Revolutionary Road
Frank Langella - Frost/Nixon
Sean Penn - Milk
Brad Pitt - The Curious Case of Benjamin Button
Mickey Rourke - The Wrestler
Besta leikkonan(Drama):
Anne Hathaway - Rachel Getting Married
Angelina Jolie - Changeling
Meryl Streep - Doubt
Kristen Scott Thomas - I've Loved You So Long
Kate Winslet - Revolutionary Road
Besta leikkona í aukahlutverki
Amy Adams - Doubt
Penelope Cruz - Vicky Cristina Barcelona
Viola Davis - Doubt
Marisa Tomei - The Wrestler
Kate Winslet - The Reader