Carla Bruni-Sarkozy fer fram á skaðabætur

Nektarmyndin af Cörlu Bruni.
Nektarmyndin af Cörlu Bruni. Reuters

Lögfræðingur frönsku forsetafrúarinnar, Cörlu Bruni-Sarkozy, fór í dag fram á 125 þúsund evrur í skaðabætur frá fatafyrirtæki sem selur innkaupatöskur með nektarmynd af forsetafrúnni. 

Um er að ræða hvíta strigapoka sem fyrirtækið, Pardon hefur sett í sölu. Á pokunum er svart hvít mynd af Bruni-Sarkozy sem tekin var árið 1993. Segir forsetafrúin að myndin skaði ímynd sína og eigi því að banna að selja pokana með myndinni.

Lögfræðingur Bruni segir að hvorki hún né ljósmyndarinn hafi veitt fyrirtækinu heimild til þess að nota myndina. Hann segir að myndin hafi verið tekin fyrir herferð gegn alnæmi og Carla Bruni vilji ekki láta skaða ímynd herferðarinnar með notkun á myndinni sem söluvöru.

Myndin, sem svissneski tískuljósmyndarinn Michel Comte tók, var seld á uppboði í New York í apríl á 91 þúsund dali.

Á innkaupapokunum stendur „Unnusti minn hefði átt að kaupa Pardon handa mér." Þeir fóru í sölu á þrjár evrur á frönsku eyjunni Reunion fyrr í mánuðinum og átti að setja þá í sölu alls staðar í Frakklandi í þessari viku. Forstjóri Pardon segir að hætt hafi verið við söluna og öll 10 þúsund eintökin verði brennd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir