Langar að koma nakin fram með Morrissey

Eva Mendes.
Eva Mendes. Reuters

Leikkonan Eva Mendes hefur áhuga á því að koma nakin fram með tónlistarmanninum Morrissey í auglýsingu fyrir dýraverndarsamtökin PETA. Ef af samstarfinu yrði þá er það ekki í fyrsta skiptið sem Mendes kastar klæðum fyrir PETA.

„Mig dauðlangar til þess að gera auglýsingu fyrir PETA með Morrissey og ég myndi glöð koma nakin fram ef þau vilja. Ég hef unnið mikið fyrir samtökin og ég veit að  Morrissey er mikill stuðningsmaður PETA svo það er alltaf von," segir Mendes.

Hún segist vera mikill aðdáandi Morrissey og hljómsveitarinnar The Smiths sem hann var með hér á árum áður. Vonast hún til þess að söngvarinn sé reiðubúinn til þess að koma nakinn fram fyrir PETA. „Hvort Morrissey er til í að koma nakinn fram með mér er önnur spurning. Kannski hann komi með einhverja frjórri hugmynd heldur en að koma nakinn fram."

Mendes viðurkennir að hún sé veik fyrir söngvaranum og þá ekki síst þegar hann þenur raustina. „Ég elska Morrissey en ég held að ég vilji samt ekki giftast honum."

Morrissey á tónleikum í Laugardalshöll
Morrissey á tónleikum í Laugardalshöll mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar