Simon Cowell, dómari í bandarísku stjörnuleitinni, er nú orðinn frægari en Guð, að því er niðurstaða í könnun meðal breskra barna, sýnir.
1.600 bresk börn svöruðu spurningunni Hver er frægasta persóna í heimi? með nafni Cowells. Guð og drottningin fylgdu fast í kjölfarið í öðru og þriðja sæti.
Börnin sögðu gott útlit „það besta í heimi“ og það versta í heimi var að „vera feitur“. Strax í kjölfarið á fitunni kom skilnaður.
Það sem börnin mundu fyrst taka sér fyrir hendur sem kóngur eða drottning var að banna skilnað og einelti.
Haft er eftir Patricia Murchie sem framkvæmdi rannsóknina að útlit sé fyrir að börn hafi meiri áhyggjur en nokkru sinni af útliti sínu og þyngd.