Mamma Mia! heldur sigurgöngunni áfram

Meryl Streep og Pierce Brosnan, aðalleikarar Mamma Mia!
Meryl Streep og Pierce Brosnan, aðalleikarar Mamma Mia! WOLFGANG RATTAY

Hafi einhver haldið að Abba-æðinu lyki þegar Mamma Mia! hætti í bíó getur sá hinn sami étið það ofan í sig. Myndin er nú orðin tekjuhæsta mynd í Bretlandi eftir að hún var gefin út á DVD, og skilur fyrri methafann Titanic frá árinu 1998 eftir í rykmekki. Alls hefur Mamma Mia halað in 69.066.035 pundum á þeim 23 vikum síðan hún var frumsýnd.

Í upphafi fékk Mamma Mia! heldur blendnar viðtöku gagnrýnenda sem sögðu söguþráðinn lapþunnan, en það hafði lítil áhrif á áhorfendur sem flykktust á myndina svo tekjurnar streymdu í kassann. Skýringarnar að mati framleiðandans Universal er að þeim hafi tekist á ná til markhóps sem oft sé skilinn útundan í bíóheiminum - kvenna yfir fertug. Raunin varð enda sú að saumaklúbbar og vinkvennahópar fóru í skipulagðar ferðir á myndina og heyrðust sögur af konum sem höfðu séð myndina allt að 10 sinnum í bíó.

Nýtt met var síðan slegið í nóvember þegar myndin kom út á DVD, því aldrei hafa jafnmörg eintök selst af DVD-disk á jafnstuttum tíma í Bretlandi. Og það eru ekki bara Bretar og Íslendingar sem elska myndina, því hún varð vinsælasta mynd ársins í alls 15 löndum, þ.á.m. Austurríki, Suðu-Afríku og Slóveníu. Heildartekjur stúdíósins vegna hennar á heimsvísu hafa nú náð 570 milljón dollurum og er hún þar með orðin ein arðbærasta kvikmynd Universal frá upphafi.

Forseti Universal stúdíósins, David Kosse, segir að Mamma Mia! hafi farið fram úr öllum væntingum stúdíósins og það sé hreinlega ótrúlegt að henni hafi tekist að slá við Titanic. Greinilegt sé að hún hafi veitt áhorfendum um allan heim mikla gleði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar