Sigrún í Bergvík gerði glergrip Hillary

Forsetaeggið, sem boðið var til sölu á eBay.
Forsetaeggið, sem boðið var til sölu á eBay.

Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá því að gripur sem var gjöf forseta Íslands árið 1999 til Hillary Clinton, sem þá var forsetafrú Bandaríkjanna, væri á uppboði á Ebay.com. Gripurinn, egg á glerfæti, er eftir Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur glerlistakonu hjá Gler í Bergvík og eiginmann hennar Sören S. Larsen sem lést fyrir fimm árum.

„Við gerðum nokkrar gjafir fyrir forsetaembættið í takmörkuðu magni sem hann gaf fyrirfólki út um allan heim,“ segir Sigrún og finnst ekkert óeðlilegt við það að gripurinn sé kominn á uppboð á netinu. „Þetta er eins og nútíminn er og ekkert óeðlilegt við það. Mér finnst mjög skemmtilegt að gripirnir fari á ferð um heiminn, fólk í svona embættum fær endalaust af dóti og ekkert skrítið að það losi sig við það á einhverjum tímapunkti. Ég held reyndar að Clinton hafi látið þennan frá sér til góðgerðarstarfs.“ Fleiri frægir eiga verk eftir Sigrúnu, m.a. Danadrottning og Elton John.

Blaðamaður tilkynnir Sigrúnu að lifnað hefði yfir uppboðinu á Ebay í gær og þeir þrjú hundruð Bandaríkjadalir sem voru settir á gripinn hafi verið komnir upp í 860 dali sem eru um hundrað þúsund íslenskar krónur um miðjan dag. „Jæja, það er gott að heyra, það er aðeins nær þeirri upphæð sem ég myndi verðleggja hann á. Það er í honum japanskt blaðsilfur og síðan brenndi ég skjaldarmerki forsetaembættisins fast á sökkulinn,“ segir Sigrún og bætir við hlæjandi að það sé ekki hún sem sé að bjóða í sitt eigið verk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar