Nýtur þess að vera einhleyp

Kate Hudson
Kate Hudson Retuers

Leikkonan Kate Hudson ætlar nú að prófa að vera einhleyp í einhvern tíma. „Ég nýt þess að vera einhleyp núna því ég hef í raun og veru aldrei verið það,“ sagði Hudson í viðtali við tímaritið InStyle.

Hudson sleit nýverið sambandi við Lance Armstrong og þar áður Owen Wilson. „Mér líður vel í sambandi, ég nýt þess að vera í einhverju stöðugu. En þetta er í fyrsta skipti sem ég tek skref til baka og fæ nýtt sjónarhorn. Svo ég hef tekið þá ákvörðun meðvitað að reyna að vera einhleyp eins lengi og ég mögulega get.“

Þegar viðtalið var tekið fyrir desemberhefti InStyle var Hudson búin að vera á lausu í tvær vikur. Einn maður mun þó alltaf vera í lífi hennar, það er sonur hennar Ryder sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Chris Robinson. Hún segist ætla að minnka við sig vinnuna á næsta ári til að geta eytt meiri tíma með honum, en Ryder verður fimm ára í næsta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar