Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Fyrirsætan og Búlgaríubúinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur töluvert verið á milli tannanna á fólki að undanförnu, en nú virðist hún hins vegar vera á allra vörum – að minnsta kosti ef marka má bloggsíðu hennar.

„Mér hefur svo sannarlega tekist að hrista upp í þjóðinni í heimsókn minni og það sem brennur nú á vörum flestra á klakanum eru varirnar á mér,“ skrifar Ásdís Rán meðal annars. „En þó að kannski fáir vilji trúa því þá hafa þær ekkert breyst frá öllum þessum myndum sem ég hef verið að setja inn síðustu mánuði, en hins vegar ýkti ég varirnar á mér svakalega í Loga í beinni bara svona að gamni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það mundi takast svona svakalega vel.“

Í lok færslunnar skrifar fyrirsætan svo mjög nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gera megi varir sem fallegastar. Áhugasamir, sem eflaust eru margir, geta kíkt á asdisran.blog.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir