Madonna og Ritchie deila enn um jólin

Madonna með börnunum Lourdes, Rocco og David, skömmu eftir að …
Madonna með börnunum Lourdes, Rocco og David, skömmu eftir að þau Ritchie ættleiddu David frá Malaví. Reuters

Breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie er sagður hafa bannað Madonnu fyrrum eiginkonu sinni að gista á sveitasetri þeirra Ashcombe House um jólin en í nýlegu skilnaðarsamkomulagi þeirra er kveðið á um að setrið falli honum í skaut. 

„Guy þráir að hitta börnin á jóladag og var sáttur við að þau verðu öll deginum á  Ashcombe. Hann var jafnvel tilbúinn til að hafa Madonnu þar og reyna að láta hlutina ganga barnanna vegna. Það var hins vegar einum of mikið fyrir hann að hún gisti þar. Minningarnar eru of sárar,” segir ónefndur heimildarmaður The Sun.  

Annar heimildarmaður segir Ritchie hafa viljað allt til vinna til að sjá börnin Lourdes, 12 ára, Rocco átta ára og David Banda, þriggja ára um jólin. „Guy sagðist tilbúinn til að gera hvað sem hún vildi, jafnvel að fljúga til Bandaríkjanna, til að vera með börnunum. Hann vill bara ekki sofa undir sama þaki og Madonna. Til hafði staðið að þau kæmu til Bretlands og það er enn það sem Madonna vill. Þetta er algert klúður. Þau eru að reyna að leysa úr því en geta ekki náð samkomulagi um nokkurn hlut."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar