Playboy-kóngurinn Hugh Hefner er nú sagður þjást af eftirsjá og söknuði vegna fyrirhugaðs brúðkaups fyrrum kærustu hans Kendru Wilkinson og fótboltakappans Hank Baskett næsta sumar.
„Það getur komið upp sú stund við athöfnina að ég finni til efasmda,” segir Hefner sem hefur fallist á að leiða brúðina upp að altarinu. Þá segist hann hugsanlega verða að hætta við það en að ekki komi þó til grein að hann dragi samþykki sitt fyrir brúkaupinu til baka.
Önnur kærasta Hefners Bridget Marquardt verður brúðarmeyja Wilkinson en ekki er vitað til þess að önnur fyrrum kærasta hans Holly Madison fari með hlutverk við brúðkaupið. Madison er nú í sambandi við töframanninn Criss Angel en stúlkurnar þrjár bjuggu allar með Hefner um nokkurt skeið.