Bjartsýnismynd um jól

Hilmar Oddsson
Hilmar Oddsson

„Sögusviðið er Reykjavík og fara tökur fram í miðbænum, Breiðholti og víðar,“ segir Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður, en tökur á jólamynd hans, Hátíð í bæ, hefjast um helgina.

„Þetta er jólamynd þannig að það þurfa að vera jólaljós í útiatriðunum. Þannig að annaðhvort tökum við þetta núna eða eftir ár,“ segir Hilmar sem er mjög ánægður með jólasnjóinn sem er á götum höfuðborgarinnar um þessar mundir. „Mér skilst reyndar að hann eigi að fara. En auðvitað væri gaman að hafa snjó, þótt maður sé svolítið búinn að mála sig út í horn ef maður byrjar í snjó. Sagan gerist að vísu á tveimur til þremur vikum, þannig að þetta ætti að bjargast. En glíman við veðrið og samhengi milli atriða er oft svolítið vandamál hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum.“

Enginn annar kom til greina

Með aðalhlutverkið í myndinni fer Tómas Lemarquis, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir Hilmar vinna saman. „Um leið og ég sá hann fyrir mér í aðalhlutverkinu kom enginn annar til greina,“ segir Hilmar, en Tómas hefur ekki leikið í kvikmynd á Íslandi frá því hann lék titilhlutverkið í Nóa albínóa sællar minningar árið 2003.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan