Gunnar Smári Egilsson vinnur að gerð heimildarmyndar um ris og fall íslenska efnahagsundursins ásamt Mikael Torfasyni og fleirum. Gerð myndarinnar hófst í sumar áður en íslenska bankakerfið hrundi.
„Ég komst að því í sumar að það eina sem við Íslendingar hefðum að selja væri sagan um ris og fall íslenska efnahagsundursins. Við ákváðum því að gera um þetta heimildarmynd,“ segir Gunnar Smári. „Mér fannst fyrirséð að hrunið kæmi og það kom. En því er ekki lokið. Turnar eru enn að falla. Sagan sem við viljum segja er því bara hálfsögð.“