Sextán ára blúsari

Sextán ára gamall hefur hann vakið athygli fyrir munnhörpublús. Skagamaðurinn Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur spilað með þeim beztu og alltaf haft foreldri í horninu til þess að dekka sig því hann er of ungur til þess að koma fram á öldurhúsum.  Og nú liggur leiðin til Noregs þar sem hann ætlar m.a. að undirbúa sig sem götuspilari fyrir næsta sumar.

„Ég byrjaði fimm ára á trommur, man reyndar ekki af hverju ég valdi þær. En svo tók blokkflautan við. Ég æfði mig stanzlaust og foreldrar mínir létu það yfir sig ganga. Þau hafa alltaf verið mjög hvetjandi. Tónlistin er meira úr mömmu, bróð ir hennar er Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari í KK bandi, og heima hjá þeim voru menn alltaf að spila í kjallaranum. Þar komu allir þeir beztu; KK og Bubbi þar á meðal. Níu, tíu ára fór ég að spila á gítar og var kominn í fyrstu hljómsveitina á Skaganum 13 ára."

Hann brosir ei lítið vandræðalegur, þegar hann man ekki hvað fyrsta hljómsveitin hét.

Munnhörpunni kynntist hann fyrir 2-3 árum. Þá keypti hann gítar á netinu og munnharpa fylgdi með í kaupbæti!

„Ég fór að fikta við hana, af einhverri rælni, þreifaði mig áfram og fannst hún ótrúlega skemmtilegt hljóðfæri. Ég lærði mest á hana af netinu; af Adam Gus sow, og svo var bara að æfa og æfa. Fyrir svona ári byrjuðum við Tommi vinur minn svo að spila saman, ég á munnhörpu og hann á gítar. Við köllum okkur Devil's train."

Ítarlegt viðtal er við Þorleif Gauk í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar