Uppskurður á niðurskurðartímum

Baldur Brjánsson beitir göldrum
Baldur Brjánsson beitir göldrum mbl.is/Skapti

Baldur Brjánsson töframaður rifjaði upp gamla takta á veitingastaðnum Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið þegar hann „skar upp“ í fyrsta skipti í langan tíma. Mörgum er enn í fersku minni þegar Baldur framkvæmdi „uppskurð“ með berum höndum í sjónvarpinu fyrir þremur áratugum, í því skyni að sýna fram á að maður á Filippseyjum, sem þóttist geta læknað fólk með þessum hætti, væri loddari.

Hjálmar Freysteinsson heimilislæknir á Ak ureyri lagðist á borðið hjá Baldri í Græna hatt inum og viðstaddir sáu ekki betur en sá göldrótti opnaði kvið læknisins með hendurnar einar að vopni og fjarlægði eitt og annað; meðal annars lyfjaglas og innihaldið var að sögn gegn stuðlum og endarími!

Enda var Hjálmar að gefa út ljóðabók. Hún var einmitt kynnt þarna um kvöldið ásamt bók um Baldur og ný ljóðabók Davíðs Hjálmars Haraldssonar. Fólk skemmti sér vel en ungum aðstoðarmanni Baldurs á myndinni virðist ekki alveg standa á sama!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar