Gifta sig í janúar

Fergie
Fergie

Tónlistarkonan Fergie og leikarinn Josh Duhamel ætla að gifta sig 10. janúar næstkomandi í Suður-Kaliforníu.

Mörgum af helstu stjörnum Hollywood er boðið í athöfnina, þar á meðal Kate Hudson, Nicole Kidman, Penelope Cruz, Sophiu Loren, Marion Cotillard og Daniel Day-Lewis, en flest þeirra leika með Fergie í myndinni Nine, kvikmyndaaðlögun á söngleiknum sem nýverið var lokið við að taka upp í Evrópu.

Duhamel bað Fergie, sem heitir í raun Stacey Ferguson, árið 2007 eftir þriggja ára samband.

Að sögn vina er Karl Lagerfeld að hanna drauma brúðarkjól Fergie. „Þetta á að vera fullkomið enda ætla þau aðeins að gifta sig einu sinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup