Kvikmyndin Yes Man með Jim Carrey í aðalhlutverki var vinsælasta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Veðrið er sagt hafa spilað inn í bíóaðsóknin um þessa helgi, en snjóbylir ullu víða vandræðum í norðausturhluta landsins.
Yes Man þénaði 18,2 milljónir dala en næst á eftir kom nýjasta mynd Will Smith, Seven Pounds. Hún tók inn 16 milljónir dala.
Í þriðja sæti var svo teiknimyndin The Tale of Despereaux sem leikararnir Matthew Broderick og Dustin Hoffmann tala m.a. inn á.
Vinsælustu myndirnar eru eftirfarandi: