Jackson sagður alverlega veikur

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters

Staðhæft er í bandarískum fjölmiðlum að popparinn Michael Jackson hafi greinst með erfðasjúkdóminn A1AD sem geti reynst banvænn. Jackson fór nýlega fram á að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt í Bretlandi vegna veikinda en þeirri beiðni hans var hafnað. 

Blaðamaðurinn Ian Halperin, sem sagður er hafa áreiðanleg sambönd inn í fjölskyldu Jackson segir hann þjást af sjúkdómnum sem kemur m.a. fram í próteinskorti sem getur skaðað lungnastarfsemina. Þá segir hann Jackson næstum blindan eftir að hafa barist við sjúkdóminn undanfarin fjögur ár. 

„Hann þarf á lungnaígræðslu að halda en er líklega of veikur til að þola slíka aðgerð. Hann þjáist einnig af ígerð í líkamsholi og krónískum magablæðingum, sem læknum hefur gengið illa að stöðva,” segir Halperin. „Það er blæðingin sem er hættulegust. Hún gæti dregið hann til dauða. Hann getur varla talað og hann hefur misst 95% sjónarinnar á vinstra auga."  

Jermaine Jackson, bróðir Michael, staðfestir að  hann eigi við erfið veikindi að stríða. „Þetta er erfiður tími hjá honum,” segir hann. 

Jackson hefur til þessa verið talinn einstæður faðir þriggja barna en fyrir nokkrum dögum staðhæfði kona, sem kallar sig Billie Jean Jackson að hún væri eiginkona hans og móðir yngsta barnsins, sem er sex ára. Hefur hún höfðað mál gegn söngvaranum og krafist sameiginlegs forræðis yfir barninu auk framfærslu frá söngvaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar