„Gagnrýnandinn hefur fattað að ég er bara Gísli, nördið sem ólst upp í Noregi og í Hlíðunum og komst fyrir rælni inn í Leiklistarskóla Íslands,“ segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson um slæman dóm sem birtist um frammistöðu hans sem Don John í samnefndu leikriti sem var frumsýnt í Konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi fyrir helgi.
Kynþokki Gísla nær þó að heilla aðra gagnrýnendur upp úr skónum.