Jackson sagður hraustur

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is

Fjölmiðlafulltrúi Michael Jackson hefur vísað á bug staðhæfingum um að hann sé alvarlega lungnaveikur og þurfi á lungnaígræðslu að halda. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fjölmiðlafulltrúinn Dr Tohme Tohme segir staðhæfingar blaðamannsins Ian Halperin ómerkilegt áróðursbragð til að vekja athygli á ævisögu Jacksons sem hann hefur skrifað í óþökk hans. 

„Herra Jackson er við góða heilsu og er að ganga frá samningaviðræðum við stóran útgefanda og sjónvarpsstöð um tónleikaferðalag og gerð sjónvarpsefnis.” segir í yfirlýsinu Thome. 

Halperin hélt því nýlega fram í viðtali í blaðinu Sunday Expressað Jackson þjáðist af magablæðingum, gæti varla talað og hefði misst 95% sjónar sinnar á vinstra auga. Jackson baðst nýleg undan því að mæta fyrir rétt í Bretlandi og bar við heilsuleysi.

Dómari hafnaði beiðni hans eftir að læknir úrskurðaði að hann væri nógu hraustur til að ferðast frá bandaríkjunum til Bretlands. Sátt náðist í málinu áður en Jackson átti að mæta fyrir réttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir