Jackson sagður hraustur

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is

Fjöl­miðlafull­trúi Michael Jackson hef­ur vísað á bug staðhæf­ing­um um að hann sé al­var­lega lungna­veik­ur og þurfi á lungn­aígræðslu að halda. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Fjöl­miðlafull­trú­inn Dr Tohme Tohme seg­ir staðhæf­ing­ar blaðamanns­ins Ian Halper­in ómerki­legt áróðurs­bragð til að vekja at­hygli á ævi­sögu Jacksons sem hann hef­ur skrifað í óþökk hans. 

„Herra Jackson er við góða heilsu og er að ganga frá samn­ingaviðræðum við stór­an út­gef­anda og sjón­varps­stöð um tón­leika­ferðalag og gerð sjón­varps­efn­is.” seg­ir í yf­ir­lýs­inu Thome. 

Halper­in hélt því ný­lega fram í viðtali í blaðinu Sunday Expressað Jackson þjáðist af maga­blæðing­um, gæti varla talað og hefði misst 95% sjón­ar sinn­ar á vinstra auga. Jackson baðst ný­leg und­an því að mæta fyr­ir rétt í Bretlandi og bar við heilsu­leysi.

Dóm­ari hafnaði beiðni hans eft­ir að lækn­ir úr­sk­urðaði að hann væri nógu hraust­ur til að ferðast frá banda­ríkj­un­um til Bret­lands. Sátt náðist í mál­inu áður en Jackson átti að mæta fyr­ir rétt­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell