Skrifar um Gretti og Glám

Drangey kemur mikið við í Grettissögu
Drangey kemur mikið við í Grettissögu Einar Falur Ingólfsson

Breski metsöluhöfundurinn Jonathan Stroud, sem er kunnur fyrir ævintýrabækur sínar og fantasíur, hefur nýlega skrifað bók byggða á Grettissögu, að því er kemur fram á vefsíðu hans. Fyrsta bók Strouds í íslenskri þýðingu er nýlega komin út hjá bókaforlaginu Uglu, en það er Verndargripurinn frá Samarkand, fyrsta sagan í Bartimæusar-þríleiknum sem er hans þekktasta verk.

Á heimasíðu Stroud segist hann hafa valið þessa íslensku sögu frá fjórtándu öld, þegar bókaútgefandi bað hann að endursegja fræga hetjusögu. Hann segir að hinn sterki Grettir hafi sífellt verið að koma sér í vandræði vegna skapofsa síns. Bardaginn við drauginn Glám er vitaskuld einn af hápunktum sögunnar, að mati Strouds.

Bókin sem hann vinnur út frá Grettissögu verður gefin út haustið 2009 hjá forlaginu Barrington Stoke sem sérhæfir sig í útgáfu bóka fyrir þá sem eru lesblindir eða eiga í erfiðleikum með lestur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka