Eartha Kitt látin

Söngkonan Eartha Kitt lést í dag 81 árs að aldri. Banamein hennar ristilkrabbamein. Kitt öðlaðist heimsfrægð fyrir dans, söng og leik og var þekkt fyrir ráma rödd. Kitt hlaut tvenn Emmy verðlaun á ferlinum og var tilnefnd til þeirra þriðju. Hún var einnig tilnefnd til Tony verðalauna og Grammy verðlauna í tvígang.

Meðal laga sem Kitt gerði fræg eru: Let's Do It, C'est si bon, Just an Old Fashioned Girl, Monotonous, Je cherche un homme, Love for Sale, I'd Rather Be Burned as a Witch, Uska Dara", Mink, Schmink og Santa Baby.

Kitt lét Catwoman sjónvarpsþáttaröðinni um Batman á sínum  tíma og  lék  meðal annars í kvikmyndum og á sviði.

Hún var sett á svartan lista af bandarískum stjórnvöldum á sjöunda áratugnum er hún gagnrýndi Víetnamstríðið og framferði forseta Bandaríkjanna. 

Móðir hennar vann á baðmullarekru Suður-Karólínu og eignaðist Kitt þegar hún var fjórtán ára. Kitt var átta ára þegar móðir hennar varð að láta hana frá sér. Það var ekki fyrr en hún var um sjötugt að hún komst að því hversu gömul hún væri en aldur hennar hafði verið á reiki þar til og var sagt að fáir hafi fagnað því jafn mikið að vita hversu gömul hún væri og Kitt.

Vefur Eartha Kitt 

Eartha Kitt
Eartha Kitt AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir