Sumarljósið frumsýnt

Lokaundirbúningur klukkustund fyrir frumsýningu leikritsins Sumarljós.
Lokaundirbúningur klukkustund fyrir frumsýningu leikritsins Sumarljós. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jólafrumsýning var í kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins á Sumarljósi, er byggir á skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og höfundur leikgerðarinnar er Hilmar Jónsson.

Þetta er fyrsta leikgerð byggð á verki eftir Jón Kalman, en hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós, sem kom út árið 2005 hjá bókaforlaginu Bjarti.

Leikmynd sýningarinnar gerir Finnur Arnar Arnarson en um búninga sér Þórunn María Jónsdóttir. Ragnhildur Gísla er höfundur tónlistar og Sveinbjörg Þórhallsdóttir sér um sviðshreyfingar. Ljósahönnuður er Lárus Björnsson og aðstoðarmaður leikstjóra hefur verið Jón Atli Jónasson.

Leikarar eru Baldur Trausti Hreinsson, Birna Hafstein, Björn Hlynur Haraldsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Þorleifsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Esther Talia Casey, Friðrik Friðriksson, Jörundur Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson.

Ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að bregða sér baksviðs skömmu fyrir frumsýningu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Nokkrir leikarar tilbúnir á svið fyrir Sumarljósið.
Nokkrir leikarar tilbúnir á svið fyrir Sumarljósið. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Meðal leikara í sýningunni er Ragnheiður Steindórsdóttir.
Meðal leikara í sýningunni er Ragnheiður Steindórsdóttir. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Verkið á endastöð, fv. Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, Hilmar …
Verkið á endastöð, fv. Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, Hilmar Jónsson leikstjóri og Þórunn Geirsdóttir sviðsstjóri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir