Drakk mikið áfengi

Johnny Depp. er hann kynnti mynd sína
Johnny Depp. er hann kynnti mynd sína "Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street" Reuters

Bandaríski leikarinn Johnny Depp segist hafa drukkið gríðarlegt magn af áfengi á leið sinni upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar. Depp, sem var trúlofaður ofurfyrirsætunni Kate Moss og var góður vinur rokkbræðranna Liam og Noel Gallagher, segist nefnilega hafa átt nokkuð erfitt á þessum árum.

„Ég vildi aldrei vera sá sem allir horfðu á. Mér fannst ég bara vera ég sjálfur þegar ég var einn. Eina leiðin til þess að komast í gegnum þetta fannst mér vera að drekka,“ segir Depp. „Það má eiginlega segja að ég hafi eitrað fyrir sjálfum mér í mörg ár, en ég hef hins vegar aldrei misnotað eiturlyf með þeim hætti sem lýst hefur verið.“

Þrátt fyrir að margir telji Depp með fremstu kvikmyndaleikurum heims um þessar mundir segist hann sjálfur ekki viss um eigin hæfni.

„Mér finnst erfitt að horfa á sjálfan mig á hvíta tjaldinu, og það versnar eiginlega með árunum. Ég get ekki sagt til um hvort ég stend mig eða ekki.“

Eitt er þó Depp sérstaklega ánægður með í lífinu, en það er sambandið við frönsku söng- og leikkonuna Vanessu Paradis sem staðið hefur yfir í áratug. „Þegar ég kynntist Vanessu fór ég fyrst að skilja hlutina almennilega. Það var ekki fyrr en þá sem lífið tók einhverja alvöru stefnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka