Grýla fræðir um jólahald

Grýla er svolítið ófrýnileg en býsna fróð.
Grýla er svolítið ófrýnileg en býsna fróð. mbl.is

Grýla er kannski þekkt fyrir eitthvað annað en góðmennsku og göfuglyndi en nú í desember hefur þessi alræmdasta tröllskessa þjóðarinnar tekið að sér
að fræða ferðamenn um íslenskt jólahald og jólavenjur, segir í fréttatilkynningu. Let‘s talk Christmas er um klukkutíma langur einleikur eftir þau Snæbjörn Ragnarsson og Ólöfu Hugrúnu Valdimarsdóttur en Ólöf fer jafnframt með hlutverk Grýlu. Sagt er frá jólahaldinu á lifandi hátt og er sýningin sambland af leikriti, uppistandi og fræðslu.

 Af nógu er að taka þegar kemur að íslenskum jólum, matarvenjur eru jú ólíkar því sem gerist og gengur, jólasveinarnir, jólakötturinn, álfar og vitanlega sjálf Grýla, öllu þessu og miklu fleira fær fólk að kynnast í heimsókn sinni til Grýlu. Að auki er gestum boðið upp að smakka á laufabrauði, hangikjöti og öðru sem íslendingar telja ómissandi hluta af jólahaldinu.

Á gamlársdag kl. 14 er lokasýning á Let‘s talk Christmas og verður það jafnframt 35 skiptið sem þessi einleikur er sýndur síðan frumsýnt var í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson