Gekk hægt að taka fyrsta bitann af refakjötinu

Refapottréttur var á borðum um hátíðirnar hjá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni, súgfirskum sjómanni sem býr á Akureyri. Jón var að smakka ref í fyrsta skipti og það var átak að taka fyrsta bitann.

Jón Vigfús segir í viðtali sem birt er á Suðureyrarbloggi Róberts Schmidt, sudureyri.blog.is, að hann hafi lengi langað að prófa að borða villtan íslenskan ref. Sjálfur er Jón Vigfús veiðimaður en bað vin sinn að útvega sér ref í matinn. Hann fór strax á staðinn þegar kallið kom, til að verka refinn. Þetta var ungt dýr og fannst Jóni það heldur rýrt.

Honum fannst eins og hann væri að flá hund og missti lystina. Eftir tíu daga hafði hann safnað meiri kjarki, tók refinn úr frystinum og tálgaði kjötið af ganglimum hans. Það reyndist ekki mikið. „Síðan steikti ég kjötið á heitri pönnu, kryddaði með salti og pipar. Svissaði síðan lauk, sveppi og papriku saman við refinn og bjó til villibráðarsósu. Skellti þessu öllu út í sósuna og lét malla í 20 mínútur og úr varð þessi fíni refapottréttur sem smakkaðist vel,“ segir Jón Vigfús. Hann segir að bragðið hafi helst minnt á kindagúllas.

Jón Vigfús mælir með íslenska refnum sem kreppusteik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar