Bandaríska söngkonan Britney Spears er nú sögð hafa kynnt kærasta sinn Sandip Soparrkar fyrir foreldrum sínum .
Spears er sögð hafa eytt jólunum á Indlandi með Soparrkar og síðan kynnt hann fyrir foreldrum sínum í áramótaveislu sem hún hélt fjölskyldu sinni og nánustu vinum.
„Sandip kom með flugu frá Indlandi til að hitta foreldra hennar og það gekk stórkostlega. Í veislunni var Britney klædd rauðum og gylltum sari, sem hún hafði fengið í jólagjöf frá Sandip,” segir óbnefndur heimildarmaður.
Fyrr um daginn hafði bróðir Britneyjar Bryan kvænst unnustu sinni Graciellu Sanchez en hún er umboðsmaður yngstu systurinnar Jamie Lynn Spears