Sonur Travolta látinn

John Travolta ásamt eiginkonu sinni Kelly Preston
John Travolta ásamt eiginkonu sinni Kelly Preston CARLOS BARRIA

Sonur Hollywoodleikarans John Travolta lést í gær eftir að hafa fengið flog þegar fjölskyldan var í fríi á Bahamaeyjum. Jett Travolta sem var 16 ára var sagður einhverfur en faðir hans sagði hann þjást af Kawasaki-heilkenni sem getur leitt til hjartasjúkdóma. Lífgunartilraunir reyndust án árangurs.

Jett var sonur John Travolta og eiginkonu hans,leikkonunnar Kelly Preston, en þau eiga einnig átta ára dóttur.

Dauði Jett kom fjölskyldunni í opna skjöldu og ekki er enn vitað um nákvæma dauðaorsök. Eftir krufningu verður Jett grafinn í Ocala, Flórída.

Kawasaki-heilkenni hefur áhrif á ýmis líffæri líkamans, þ.á m. húð, sogæðar og hjarta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir