Hellti drykk sínum yfir sjónvarpsgest

Ozzy og Sharon Osbourne
Ozzy og Sharon Osbourne Reuters

Sharon Osbourne niðurlægði einn þátttakandann í veruleikaþættinum Charm School á VH1 í síðasta þætti seríunnar er lauk á sunnudagskvöld. Allt fór í háa loft eftir að Sharon hellti drykk sínum yfir Megan Hauserman er brást illa við og réðst á kjaftfora eiginkonu Ozzy Osbourne með kjafti og klóm. Öryggisverðir neyddust til þess að draga stúlkuna gargandi og æpandi, sem var einungis klædd í bikini, úr sjónvarpssalnum.

Forsaga atviksins er sú að Megan greip fram í fyrir öðrum þátttakanda með sögu af tíkinni sinni er var nýlega tekin úr sambandi. Sharon bætti þá við að sér fyndist að Megan ætti líka að fara í slíka aðgerð.

„Mér finnst að þér ætti ekki að vera leyft að fjölga þér,“ sagði hún. „Það er alveg nóg að það sé til eitt stykki af þér í heiminum.“

Megan brást hin versta við og sagði Sharon fræga fyrir það eitt að skeina afturendann á hreyfihömluðum manni sínum... með nokkrum vel völdum blótsyrðum. Þá þóttist Sharon fá hóstakast, náði í drykk sinn og hellti yfir hana. „Mér er sama hvað þú segir um mig, en þú ræðst ekki á fjölskyldu mína,“ sagði hún eftir allan skarkalann og gekk brosandi út.

Þátttakendur Charm School, sem eru iðulega 14 djammdrottningar, keppa um hverjum gangi best að tileinka sér 19. aldar mannasiði hefðarfrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar