Kveðja jólin á þrettánda

Frá áramótabrennu.
Frá áramótabrennu. mbl.is/Kristinn.

Jól­in verða kvödd víða um land í dag á þrett­ánd­an­um með brennu, flug­elda­sýn­ingu og álfa­dansi.

Þrett­ándagleði í Grafar­holti hefst með blys­för frá Ing­unn­ar­skóla að Reyn­is­vatni klukk­an 19 og kveikt verður í brennu við Reyn­is­vatn klukk­an 19:30.

Þrett­ánda­hátíð Vest­ur­bæj­ar hefst klukk­an 17:15 við Mela­skóla. Þar verða m.a. álfa­drottn­ing og álfa­kóng­ur. Hin ár­lega þrett­ánda­brenna Mos­fells­bæj­ar hefst með blys­för frá bæj­ar­torg­inu kl. 20 og kveikt verður í brenn­unni um kl. 20.30 við hest­húsa­hverfið við Leir­vog. Boðið verður upp á flug­elda­sýn­ingu.

Jól­in verða kvödd með álfa­dansi og söng á hátíð að Ásvöll­um í Hafnar­f­irði. Dag­skrá­in hefst kl. 18.30 og heyrst hef­ur að álf­ar, púk­ar og jóla­svein­ar verði á svæðinu og taki þátt í gleðinni. Dag­skránni lýk­ur kl. 19.30 með flug­elda­sýn­ingu.

Hinn ár­legi þrett­ándafagnaður á veg­um for­eldra­fé­lags Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness verður hald­inn með hefðbundn­um hætti og hefst kl 17.00. Safn­ast verður sam­an við aðaland­dyri Mýr­ar­húsa­skóla.

Síðustu ár hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í Þrett­ándagleði í Grafar­vogi sem stofn­an­ir og fé­laga­sam­tök í hverf­inu standa að. Þrett­ándagleðin í Grafar­vog­in­um hefst með sölu á kyndl­um og heitu kakói í hlöðunni við gamla Gufu­nes­bæ­inn (ÍTR) kl. 17. Blys­för með álfa­drottn­ingu og álfa­kóngi í broddi fylk­ing­ar hefst kl. 17:30. Gengið verður að brennusvæðinu ofan við Gufu­nes­bæ­inn. Jóla­svein­ar, álf­ar, tröll og fleiri kynja­ver­ur ásamt Grýlu mæta á svæðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir