Kveðja jólin á þrettánda

Frá áramótabrennu.
Frá áramótabrennu. mbl.is/Kristinn.

Jólin verða kvödd víða um land í dag á þrettándanum með brennu, flugeldasýningu og álfadansi.

Þrettándagleði í Grafarholti hefst með blysför frá Ingunnarskóla að Reynisvatni klukkan 19 og kveikt verður í brennu við Reynisvatn klukkan 19:30.

Þrettándahátíð Vesturbæjar hefst klukkan 17:15 við Melaskóla. Þar verða m.a. álfadrottning og álfakóngur. Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar hefst með blysför frá bæjartorginu kl. 20 og kveikt verður í brennunni um kl. 20.30 við hesthúsahverfið við Leirvog. Boðið verður upp á flugeldasýningu.

Jólin verða kvödd með álfadansi og söng á hátíð að Ásvöllum í Hafnarfirði. Dagskráin hefst kl. 18.30 og heyrst hefur að álfar, púkar og jólasveinar verði á svæðinu og taki þátt í gleðinni. Dagskránni lýkur kl. 19.30 með flugeldasýningu.

Hinn árlegi þrettándafagnaður á vegum foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness verður haldinn með hefðbundnum hætti og hefst kl 17.00. Safnast verður saman við aðalanddyri Mýrarhúsaskóla.

Síðustu ár hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í Þrettándagleði í Grafarvogi sem stofnanir og félagasamtök í hverfinu standa að. Þrettándagleðin í Grafarvoginum hefst með sölu á kyndlum og heitu kakói í hlöðunni við gamla Gufunesbæinn (ÍTR) kl. 17. Blysför með álfadrottningu og álfakóngi í broddi fylkingar hefst kl. 17:30. Gengið verður að brennusvæðinu ofan við Gufunesbæinn. Jólasveinar, álfar, tröll og fleiri kynjaverur ásamt Grýlu mæta á svæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir