Barnsfæðing vekur umtal í Frakklandi

Rachida Dati, dómsmálaráðherra Frakklands, tók á móti Mariano Fernandez Bermejo, …
Rachida Dati, dómsmálaráðherra Frakklands, tók á móti Mariano Fernandez Bermejo, dómsmálaráðherra Spánar, í gær fimm dögum eftir fæðingu dóttur sinnar. AP

Um fátt er nú meira rætt í Frakklandi en fæðingu dóttur Rachida Dati, dómsmálaráðherra landsins, síðastliðinn föstudag og það hver geti hugsanlega verið faðir barnsins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Dati hefur neitað að gefa upp faðerni dótturinnar Zohra og segir einkalíf sitt einkamál en ýmsir hafa verið nefndir til sem hugsanlegir feður barnsins. Á meðal þeirra má nefna Bernard Laporte, fyrrum íþróttamálaráðherra landsins, José Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, og Francois Sarkozy, bróður Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Framan af þótti Laporte líklegastur en það gaf sögusögnum um að Sarkozy væri faðir barnsins byr undir báða vængi er hann og móðir hans mættu á sjúkrahúsið þar sem Dati lá á föstudag.

Francois Sarkozy hefur þó ítrekað neitað því að hann hafi átt í ástarsambandi við Dati.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar