Stórstjörnurnar vilja halda tónleika á Íslandi

Liðsmenn U2
Liðsmenn U2 Reuters

„Okkur hefur aldrei staðið svona mikið til boða. En á sama tíma erum við ekki í aðstöðu til að láta verða af neinu,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur Þórhallsson, en fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa lýst áhuga á að halda tónleika á Íslandi. „Það er verið að bjóða manni ýmislegt sem mann dreymdi ekki um að geta gert hérna áður fyrr. Þannig að við erum að segja nei við ýmsu sem við hefðum stokkið á í fyrra.“

Að sögn Ísleifs hefur heimskreppan haft sín áhrif í tónleikabransanum líkt og annars staðar. „Í stað þess að við séum að ganga á eftir tónlistarmönnum þurfa þeir að hafa meira fyrir hlutunum núna. Verðið er að lækka og það eru allir í gengisvandræðum, við erum ekkert þeir einu sem eru í þeim.“

En kemur þá ekki til greina að halda bara eina stóra tónleika? „Það er það sem við erum að skoða, að hafa færri en stærri tónleika, og jafnvel bara eina stóra tónleika sem kostar aðeins meira inn á. En það er verið að tala um svo háar upphæðir, og það þarf að borga 99% af kostnaðinum beint til útlanda, og þar erum við að tala um tugi milljóna,“ segir Ísleifur sem hefur verið í sambandi við fjölmarga umboðsmenn. „Við erum í sambandi við alla sem eru á túr, og höfum meðal annars rætt við umboðsmenn AC/DC, Tinu Turner og U2. Þannig að allar sveitir sem eru á tónleikaferðalögum koma til greina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan