Söngkonan Hera Björk mun syngja lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Evróvisiónkeppninnar í danska Ríkissjónvarpinu þann 31.janúar. Lagið sem Hera Björk syngur er eftir laga- og textahöfundana Christinu Schilling, Jonas Gladnikoff, Daniel Nilsson og Henrik Szabo. Hera Björk mun stíga á svið ásamt 5 manna bakkraddakór sem skipaður er dönskum og sænskum söngkonum.
Í tilkynningu kemur fram að tónlistina sömdu tvíeykið Jonas Gladnikoff og Christina Schilling en textinn er eftir Svíana Henrik Szabo og Daniel Nilsson. Öll eru þau starfandi tónlistarmenn og hefur Jonas Gladnikoff ma. átt lög í Evróvisiónkeppninni í Búlgaríu, Albaníu og Litháen.