Íslenskt næturlíf, matur, hestar og sundlaugar rata á forsíðu bandaríska blaðsins New York Times í dag. Þar er lýst ferðalagi blaðamanns til Íslands og rölti hans á milli skemmtistaða í Reykjavík. Kemur fram að efnahagsástandið virðist ekki hafa haft mikil áhrif á aðsókn á skemmtistaði borgarinnar.
Blaðamaður lýsir fjálglega mat sem hann snæddi á veitingahúsinu Fiskmarkaðurinn, reyktum lunda, hvalkjöti og hreindýri. Segir hann að það sé ekki dýrt fyrir Bandaríkjamenn að snæða á Íslandi í dag vegna gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.
Segir hann að vegna smæðar Reykjavíkur þá fari þeir sem stundi næturlífið fljótlega að þekkja andlitin sem þar sjást. Þá ekki síst þeirra sem rölti um miðbæinn án yfirhafnar þrátt fyrir kulda.
Sjá nánar lýsingu á Íslandi í NYT í dag