Opinn fundur vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs verður haldinn á Iðnó kl. 16 á morgun. Það er Félagið Ísland Palestína sem stendur að fundinum og er hann undir yfirskriftinni „Stöðvum fjöldamorðin á Gazaströnd“.
Meðal þeirra sem taka til máls eru aðstoðarritstjórar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, þau Karl Blöndal og Steinunn Stefánsdóttir. Jafnframt mun tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens flytja nokkur lög, m.a. nýtt lag um átökin. Eftir fundinn verður kertafleyting á Tjörninni til minningar um fórnarlömb árásanna.