Hlauparar fljótir að skrá sig

Frá Laugavegshlaupi.
Frá Laugavegshlaupi.

Skráning í Laugavegshlaupið, ofurmaraþonið milli Landmannalauga og Þórsmerkur, hófst í fyrradag með miklum látum. Um klukkan 14 í gær höfðu um 70 manns skráð sig og má gera ráð fyrir að a.m.k 100 skráningar hafi borist áður en dagur var að kveldi kominn.

Í fyrra seldist upp í hlaupið í apríl og hjá mörgum hlaupurum, sem höfðu lagt mikið á sig við undirbúning en trassað skráningu, fóru í hönd dagar angistar og kvíða. Til allrar hamingju fyrir þá angistarfullu var fljótlega ákveðið að hækka hámarksfjöldann úr 150 í 250 og í ár geta allt að 300 tekið þátt.

Svava Oddný Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Laugavegsmaraþons, útilokar ekki að í framtíðinni verði hámarksfjöldinn hækkaður enn frekar.

Hlaupið fer fram 18. júlí næstkomandi eins og sést á www.marathon.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach