Obama fékk sér chilipylsu

Obama pantar sér chilipylsu.
Obama pantar sér chilipylsu. AP

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, er kominn til Washington og þegar hungrið svarf að í gær gerði hann eins og margir aðrir borgarabúar: hann fór á skyndibitastað og fékk sér í svanginn.

Obama kom ásamt Adrian Fenty, borgarstjóra Washingtonborgar, óvænt á veitingastaðinn Ben's Chili Bowl, skyndibitastað í U Street hverfi í Washington. Áður hafði bílalest Obamas ekið um hverfið þar sem m.a. er minnismerki um blökkumenn sem féllu í bandaríska borgarastríðinu og flóamarkaður þar sem stuttermabolir með mynd af Obama eru til sölu.

Hersingin stöðvaði framan við veitingahúsið og þeir Obama og Fenty gengu inn. Að vonum varð uppi fótur og fit. Obama ræddi við matargesti, hélt á börnum, tók í hendur á fólki og stillti sér upp fyrir myndatökur. Síðan spurði hann afgreiðslusfólkið hvort ekki væri eitthvað til að borða.

Hann og Fenty pöntuðu síðan sérrétt hússins: Chili Half-Smoke, sem er reykt pylsa í brauði með sinnepi, lauk og chilisósu og mikið af ostakartöflum. Þeir settust síðan við lítið borð og Obama hrópaði síðan að það vantaði rifinn ost. Eftir máltíðina sagði Obama að maturinn hefði verið frábær.

Það hafði spurst út hverjir væru í hverfinu og fjöldi fólks safnaðist fyrir utan veitingastaðinn og klappaði þegar Obama og Fenty komu út og stigu inn í bíla sína.

Reiknað er með að Obama muni blanda meira geði við borgarbúa í Washington en George W. Bush hefur gert en Bush hefur afar sjaldan farið út fyrir svæðið þar sem stjórnarbyggingarnar standa.  

Obama og Fenty gæða sér á pylsum.
Obama og Fenty gæða sér á pylsum. AP
Obama kyssti börnin á Ben's Chili Bowl samkvæmt bestu frambjóðendavenjum.
Obama kyssti börnin á Ben's Chili Bowl samkvæmt bestu frambjóðendavenjum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka