Prins Harry biðst afsökunar

Harry prins sinnir herþjónustu
Harry prins sinnir herþjónustu

Prins Harry, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa kallað félaga hersveitar sinnar í Sandhurst-hersforingjaskólanum “paki”. Þetta kemur fram á fréttaveg BBC. 

The News of the World hefur birt myndband þar sem prinsinn heyrist kall manninn, sem er af pakistönskum uppruna, þessu uppnefni sem algengt er í Bretlandi og þykir niðrandi. 

Talsmaður St James hallarinnar segir atvikið hafa átt sér stað fyrir þremur árum og að þó hann geri sér grein fyrir því hversu niðrandi orðið geti verðið hafi honum ekki gengið neitt illt til með notkun þess. Maðurinn sem um hafi verið að ræða hafi verið einstaklega vinsæll innan hersveitarinnar og Harry hafi alls ekki ætlað sér að móðga hann eða tala niður til hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar