Sækir um skilnað frá Winehouse

Amy Winehouse
Amy Winehouse Reuters

Blake Fielder-Civil, eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse, hefur sótt um skilnað. Ástæðan er framhjáhald söngkonunnar óstýrilátu. Fielder-Civil og Winehouse gengu í hjónaband árið 2007. Hjónabandið hefur verið stormasamt og Fielder-Civil varði miklum hluta síðasta árs í fangelsi.

Í síðustu viku birtu helstu slúðurmiðlar ljósmyndir af Winehouse í örmum Josh Bowman, 21 árs breskum leikara. Winehouse var þá í fríi á St. Lucia í Karíbahafinu. Virðist sem myndirnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Fielder-Civil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar