Slumdog vann á Golden Globe

00:00
00:00

Breska mynd­in Slumdog Milli­onaire vann stærsta sig­ur­inn á 66. Gold­en Globe verðlauna­hátíðinni sem hald­in var í Hollywood í nótt. Slumdog Milli­onaire hlaut fern verðlaun en auk henn­ar fengu leik­ar­arn­ir Heath Led­ger og Kate Winslet veiga­mik­il verðlaun. 

Slumdog Milli­onaire fjall­ar um munaðarleys­ingja sem ryður sér leið út úr fá­tækra­hverf­um Mumbaí á Indlandi og fara óþekkt­ir leik­ar­ar með aðal­hlut­verk­in. Mynd­in hlaut verðlaun m.a.  fyr­ir bestu leik­stjórn Danny Boyle, hand­rit, tónlist og þykir það veita henni mögu­leika á Óskar­sverðlaun­um en þau verða veitt í næsta mánuði.

Heath Led­ger, sem lést fyr­ir ári, hlaut verðlaun fyr­ir leik í Batman-mynd­inni The Dark Knig­ht og Kate Winslet hlaut tvenn verðlaun, sem besta leik­kona og sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki, í mynd­inni Revoluti­on­ary Road.  Þá vann Mickey Rour­ke til verðlauna fyr­ir leik í mynd­inni The Wrest­ler.

Mik­ill stjörnufans var á hátíðinni og þar mátti m.a. sjá Brad Pitt, Tom Cruise, Ang­el­ina Jolie og Leon­ar­do DiCaprio.

Heimasíða Gold­en Globe verðlaun­anna.

Kate Winslet ásamt eiginmanni sínum og leikstjóra Sam Mendes.
Kate Winslet ásamt eig­in­manni sín­um og leik­stjóra Sam Mendes. Reu­ters
Danny Boyle leikstjóri ásamt aðalleikurum Slumdog Millionaire
Danny Boyle leik­stjóri ásamt aðalleik­ur­um Slumdog Milli­onaire Reu­ters
Mickey Rourke
Mickey Rour­ke Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Vinna þín hjálpar fólki og þessvegna vinnur þú. Frá og með deginum í dag er gamall vandi úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir