Langafi Beckhams safnaði rusli

Ólíkt hafast þeir að, Beckham og langafi hans.
Ólíkt hafast þeir að, Beckham og langafi hans. Reuters

Birtar hafa verið ýmsar upplýsingar um þær 27 milljónir manna sem bjuggu í Bretlandi árið 1911. Á vefsíðunni er m.a. að finna upplýsingar um þekkta breska einstaklinga og forfeður þeirra.

Þar kemur m.a. fram að John, langafi fótboltakappans David Beckham, hafi verið safnari, þ.e. að hann hafi unnið fyrir sér með því að safna rusli.

Þá kemur þar fram að Abraham Granish, langalangafi söngkonunnar Amy Winehouse, hafi verið innflytjandi frá Rússlandi sem hafi gangið á milli húsa og selt ávexti.

Í manntalinu skráir rithöfundurinn Virginia Woolf, sem þá var 29 ára, sig sem blaðamann undir fæðingarnafni sínu Adeline Virginia Stephen. Rithöfundurinn Agatha Christie, sem þá var 21 árs skráir sig einnig undir fæðingarnafni sínu Agatha Miller.

Vefsíðan var opnuð í morgun og á fyrstu tíu klukkustundunum heimsóttu 5,4 milljónir notenda hana og leituðu að rúmlega 260.000 einstaklingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar