Þótti nasistabúningurinn flottur

Tom Cruise í hlutverki Claus Schenk Graf von Stauffenberg
Tom Cruise í hlutverki Claus Schenk Graf von Stauffenberg FRANK CONNOR

Leikarinn Tom Cruise, sem leikur þýsku stríðshetjuna Claus von Stauffenberg í kvikmyndinni Valkyrie, segir í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail að einkennisbúningar nasista hafi verið mjög flottir. „Ég verð að segja það, þeir klæddust mjög flottum einkennisbúningum. En það var að sjálfsögðu mjög einkennilegt að klæðast einum slíkum. Þeir notuðust við tákn sem voru í grunninn góðkynja en sneru þeim svo upp í andhverfu sína. Fyrstu viðbrögð mín voru: „Ég hata þessi föt.“ Hægt og bítandi fór ég hins vegar að venjast því þrátt fyrir að það væri mjög óhugnanlegt að klæðast þeim. “

Eitt af því sem Cruise varð að venjast fyrir hlutverkið var að ganga með lepp enda var Stauffenberg blindur á öðru auga eftir að hann varð fyrir sprengjubroti í Afríku. „Þegar við vorum að leiklesa handritið gekk ég með lepp og þegar ég þurfti til dæmis að fara á klósettið var upplitið á starfsfólkinu í kvikmyndaverinu mjög skrítið. Fólk vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.“ Valkyrie verður sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í lok mánaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir