Danir hrifnastir af Mary krónprinsessu

Mary krónprinsessa.
Mary krónprinsessa. Reuters

Mary, krónprinsessa Danmerkur, skýtur öðrum í dönsku konungsfjölskyldunni ref fyrir rass hvað vinsældir varðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun.

Hún hefur nú verið krónprinsessa í fimm ár og ljóst er að hún er lang vinsælust af öllum meðlimum konungsfjölskyldunnar. Þetta kemur fram í könnun Billed-Bladet.

„Niðurstöðurnar eru skýrar og vekja menn til umhugsunar. Og á sama tíma er þetta mjög jákvætt hvað varðar framtíð dönsku konungsfjölskyldunnar,“ segir Annemette Krakau, ritstjóri blaðsins.

Mary krónprinsessa slær m.a. tengdamóður sinni við, sjálfri Margréti Danadrottningu, í vinsældum.

Þá vilja flestir Danir hafa Mary sem nágranna, en næstur á eftir henni er Friðrik krónprins, eiginmaður hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar