Morrissey að hætta?

Morrissey í Laugardalshöll
Morrissey í Laugardalshöll mbl.is/Eggert

Breski tónlistarmaðurinn Morrissey íhugar að hætta í tónlist. Morrissey, sem áður var söngvari hljómsveitarinnar Smiths, segist gera sér grein fyrir því að ferillinn endist ekki að eilífu og hann íhugi að hætta áður en hann missi virðingu sína í tónlistarheiminum. Morrissey, sem hélt tónleika í Laugardalshöllinni í ágúst 2006, hefur verið virkur í tónlist í 26 ár.

Í viðtali við Filter tímaritið segir Morrissey að hann hafi í raun ekki áhuga á að halda áfram í tónlistinni mikið lengur. Það komi að þeim tímapunkti sem þú hefur gert nóg. Það er því hver að verða síðastur til þess að sjá goðið koma fram á tónleikum en hann hyggur á tónleikaferðalag í maí. Nýr hljómdiskur er væntanlegur frá Morrissey þann 16. febrúar og nefnist hann Years of Refusal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir