Líf Hefners sýndarmennska?

Hugh Hefner með fyrrum kærustum sínum Bridget Marquardt, Holly Madison …
Hugh Hefner með fyrrum kærustum sínum Bridget Marquardt, Holly Madison og Kendru Wilkinson. Reuters

Kendra Wilkinson, fyrrum kærasta Playboy-kóngsins Hugh Hefner, hefur greint frá því að hún hafi haldið framhjá honum til að fullnægja þörf sinni fyrir kynlíf.

„Ég þurfti stöku sinnum á kynlífi að halda þannig að ég varð að laumast til þess," segir hún. Wilkinson var um tíma ein þriggja kvenna sem bjuggu á hinu fræga Playboy-setri Hefners og kölluðu sig kærustur hans. Þær hafa nú allar flutt þaðan og eru tvær þeirra trúlofaðar öðrum mönnum.  

Wilkinson, sem er 23 ára, segist hafa orðið forviða er önnur kvennanna þriggja, Bridget Marquardt, sagði henni að hún hafi alla tíð verið Hefner trú. 

„Bridget sagði mér að hún hafi verið trú í öll þessi ár og ég sagði bara: Hvernig í ósköpunum fórstu að því? Ég bara varð að lifa kynlífi til að finna fyrir aldri mínum og því að ég væri heilbrigð manneskja,” segir hún í viðtali við tímaritið US Weekly.

„Að frátöldum þeim kvöldum þegar við fórum út saman sá ég Hef yfirleitt ekki nema einu sinni á dag þegar hann gekk yfir ganginn á leið á skrifstofu sína. Það voru engin einkastefnumót.” 

Hún segir starfsfólk Hefners hins vegar haft auga með konunum og skrifað hjá sér upplýsingar um ferðir þeirra sem Hefner hafi síðan farið yfir. Þá segir hún Hefner hafa greitt konunum vasapeninga þar sem þær hafi ekki getað verið í vinnu og að hún hafi kunnað illa við að þiggja af honum peninga. Hann hafi þó verið hennar besti vinur og sambandið við hann hafi gert hana ánægðari með eigið útlit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup