Lyf sem lengir augnhár

Augnháralengingar verða kannski úreltar með tilkomu Latisse.
Augnháralengingar verða kannski úreltar með tilkomu Latisse. Reuters

Því er spáð, að nýtt lyf sem ger­ir það að verk­um að augn­hár vaxa hraðar og þykkj­ast, muni slá í gegn á næstu árum. Lyfið er fram­leitt af fyr­ir­tæk­inu Allerg­an sem einnig fram­leiðir hrukkuban­ann Botox.

Fyr­ir­tækið áform­ar að setja lyfið Lat­is­se á markað inn­an skamms. Lyfið bygg­ir á sömu formúlu og lyf, sem fram­leitt er við augn­sjúk­dómn­um gláku en það dreg­ur úr þrýst­ingi í auga­steini. Það lyf hef­ur hins veg­ar þær auka­verk­an­ir að augn­hár sjúk­linga fara að vaxa og þær auka­verk­an­ir eru nýtt­ar í nýja lyf­inu.

Blaðið In­ternati­onal Her­ald Tri­bu­ne seg­ir, að sum­ir sér­fræðing­ar ótt­ist að þeir sem noti nýja lyfið muni finna fyr­ir öðrum og ekki eins heppi­leg­um auka­verk­un­um gláku­lyfs­ins á borð við sviða og litar­breyt­ing­ar á augn­lok­um. Aðrir velta því fyr­ir sér hvort fólk sé til­búið til að greiða jafn­v­irði 15 þúsund króna á mánuði til að fá lengri augn­hár.

En aðrir sér­fræðing­ar spá því, að Lat­is­se muni slá í gegn á snyrti­vörumarkaði. Talið er að sala á augn­háralit í heim­in­um nemi um 5 millj­örðum dala ár­lega, jafn­v­irði 640 millj­arða króna. Þannig gætu tekj­ur af sölu Lat­is­se numið um hálf­um millj­arði dala á ári inn­an ekki langs tíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Viðgerðir og breytingar reyna alltaf á þolinmæðina. Nú er lag að skreppa á safn, skoða garða, listhús, bókasöfn og fagrar byggingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Viðgerðir og breytingar reyna alltaf á þolinmæðina. Nú er lag að skreppa á safn, skoða garða, listhús, bókasöfn og fagrar byggingar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason