Madonna reynir að draga úr stjórnseminni

Madonna með fyrrum eiginmanni sínum Guy Ritchie.
Madonna með fyrrum eiginmanni sínum Guy Ritchie. Reuters

Söngkonan Madonna er nú sögð hafa leitað sér aðstoðar við að takast á við stjórnsemi sína hjá Kabbalah- rabbínanum Rabbi Berg. „Madonna hefur tekist á við erfiða hluti í Kabbalah-iðkun sinni í kjölfar skilnaðar síns og Guy,” segir ónefndur heimildarmaður Daily Mirror.

„Þegar hún er í New York hefur hún sótt erfiða tíma þar sem hún hefur unnið að tikkun sinni. Hún telur fyrri sambönd sín hafa rofnað vegna þess að hún taki alltaf stjórnina og leyfir ekki hinum aðilanum að blómstra og njóta sín.” 

„Madonnu hefur verið bent á að komi sömu vandamálin ítrekað upp í samböndum sé það vegna þess að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir því hvar hinn raunverulegi vandi liggur,” bætir hinn ónefndi heimildarmaður við. „Í kjölfar þess leggur hún sig nú alla fram við að breyta sér þannig að hún geti gefið eftir. Hún er að takast á við sína eigin galla.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar