Madonna reynir að draga úr stjórnseminni

Madonna með fyrrum eiginmanni sínum Guy Ritchie.
Madonna með fyrrum eiginmanni sínum Guy Ritchie. Reuters

Söngkonan Madonna er nú sögð hafa leitað sér aðstoðar við að takast á við stjórnsemi sína hjá Kabbalah- rabbínanum Rabbi Berg. „Madonna hefur tekist á við erfiða hluti í Kabbalah-iðkun sinni í kjölfar skilnaðar síns og Guy,” segir ónefndur heimildarmaður Daily Mirror.

„Þegar hún er í New York hefur hún sótt erfiða tíma þar sem hún hefur unnið að tikkun sinni. Hún telur fyrri sambönd sín hafa rofnað vegna þess að hún taki alltaf stjórnina og leyfir ekki hinum aðilanum að blómstra og njóta sín.” 

„Madonnu hefur verið bent á að komi sömu vandamálin ítrekað upp í samböndum sé það vegna þess að viðkomandi hafi ekki gert sér grein fyrir því hvar hinn raunverulegi vandi liggur,” bætir hinn ónefndi heimildarmaður við. „Í kjölfar þess leggur hún sig nú alla fram við að breyta sér þannig að hún geti gefið eftir. Hún er að takast á við sína eigin galla.”

Tikkun er hebreskt orð notað í Kabbalah yfir viðleitni fólks til að bæta heiminn og sjálft sig.   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan